08.03.1983
Neðri deild: 54. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2668 í B-deild Alþingistíðinda. (2509)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Þegar fylgismönnum fjórflokkanna fer augljóslega fækkandi, þá grípa þeir til þess ráðs að fjölga þm. Þessi grein frv. er, eins og enn skal verða sagt, aðeins um það eitt að fjölga þm. um þrjá og reyna að halda því að þjóðinni að hér sé verið að leysa það sem lýst hefur verið sem vandamáli árum saman, þ. e. stjórnarskrárvandann. Þessi lausn er verri en engin. Ég segi nei.