09.03.1983
Neðri deild: 56. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2750 í B-deild Alþingistíðinda. (2604)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Sú till. sem hér um ræðir, um þjóðkjör í stað þingkjörs æðsta handhafa framkvæmdarvaldsins, er lykilatriði þeirrar stefnumörkunar og þeirra breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins sem hér hefur verið lögð til og er grundvallarstefnumarkmið Bandalags jafnaðarmanna. Það eru að koma kosningar og við munum freista þess að kynna þessa stefnu um landið vítt og breitt. Mér er ljóst, þegar þessi till. er flutt, að hún nýtur andstöðu flokkanna allra. Um þá niðurstöðu var vitað fyrir fram. Engu að síður er hér verið að leggja til að stjórnarskrármál séu leyst með allt öðrum hætti en flokkakerfið leggur til að gert verði. Ég segi já.