27.01.1987
Sameinað þing: 41. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2538 í B-deild Alþingistíðinda. (2349)

Fjarvistir þingmanna

Forseti (Helgi Seljan):

Aðeins út af því að hér sé um alvarlegt mál að ræða skal tekið undir það að vissulega eru allar fjarvistir býsna alvarlegar þegar mikið er að gera á Alþingi og mörg mál þarf að taka fyrir. Ekki er það svo samt sem áður að mörg mál verði tekin út af dagskrá fundanna í dag af þeim ástæðum. Hins vegar tek ég það fram að það er sjálfsagt að á sameiginlegum fundi forseta og formanna þingflokka sé þessi vandi ræddur, sem hv. 5. þm. Vestf. hefur komið inn á, og skal ég koma þeirri orðsendingu hans á framfæri við réttan aðila.