131. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2004.

Varamenn taka þingsæti.

[15:02]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hafa fjögur bréf um forföll þingmanna. Hið fyrsta er frá 7. þm. Norðaust., Einari Má Sigurðarsyni, dagsett 7. október, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Samfylkingar í Norðausturkjördæmi, Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður, Laugum, Þingeyjarsveit, taki sæti mitt á Alþingi á meðan en Lára Stefánsdóttir, 1. varamaður á listanum, getur ekki vegna annríkis komið til starfa á Alþingi að þessu sinni.

Virðingarfyllst,

Einar Már Sigurðarson.“

 

Borist hefur bréf frá 1. varaþingmanni Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, dagsett 5. október 2004, sem hljóðar svo:

„Ég undirrituð get því miður ekki að þessu sinni tekið sæti Einars Más Sigurðarsonar í fjarveru hans frá þingstörfum vegna starfsanna minna.

Lára Stefánsdóttir.“

 

Annað bréfið er frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Einari K. Guðfinnssyni. Það er dagsett 11. október og hljóðar svo:

„Þar sem Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 2. þm. Reykv. n., getur ekki vegna veikinda sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Ásta Möller, taki sæti hans á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Einar K. Guðfinnsson.“

 

Þriðja bréfið er frá 10. þm. Reykv. n., Sigurði Kára Kristjánssyni, dagsett 7. október og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Katrín Fjeldsted læknir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan. 1. varamaður listans tekur jafnframt sæti á Alþingi í dag.

Sigurður Kári Kristjánsson.“

 

Ásta Möller, Katrín Fjeldsted og Örlygur Hnefill Jónsson, hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á nýjan leik.

Fjórða og síðasta bréfið er frá hv. 5. þm. Suðurk., Guðjóni Hjörleifssyni, dagsett 7. október og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Böðvar Jónsson fasteignasali, Njarðvík, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Guðjón Hjörleifsson.“

 

Kjörbréf Böðvars Jónssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.