131. löggjafarþing — 31. fundur,  16. nóv. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[13:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að þingfundur, fyrirspurnafundur, hefst á morgun kl. 12 á hádegi.

Þá vill forseti geta þess að að loknum atkvæðagreiðslum um fimm fyrstu dagskrármálin hefst umræða utan dagskrár um stöðu innflytjenda þar sem málshefjandi er hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir og hæstv. félagsmálaráðherra Árni Magnússon verður til andsvara. Þetta er hálftímaumræða í samræmi við 1. mgr. 50. gr. þingskapa.