131. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[10:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að kl. 3.30 í dag fer fram umræða utan dagskrár um áhrif verðsamráðs olíufélaganna á skatttekjur ríkissjóðs. Málshefjandi er hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, en hæstv. fjármálaráðherra Geir H. Haarde verður til andsvara. Um er að ræða hálftíma umræðu.

Óskað hefur verið eftir því að ræða störf þingsins í upphafi fundar en forseti vill, ef enginn hreyfir andmælum, freista þess að ljúka fyrst þeim atkvæðagreiðslum sem fyrir fundinum liggja. Það eru engar athugasemdir.