131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Úrvinnslugjald.

394. mál
[12:19]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að sjávarútvegurinn vissi hvaða frestir væru í þessum málum. Hv. umhverfisnefnd ákvað á sínum tíma að taka veiðarfærin í löggjöfina. Hins vegar höfðu þeir aðilar sem málið snertir samband við umhverfisráðuneytið við undirbúning málsins og þá kom fram að þeir gætu ekki verið tilbúnir um áramótin til að fara í málið. Það þótti fyrst og fremst vera að horfast í augu við raunveruleikann sem frestunin var lögð til í frumvarpinu.

Hins vegar vona ég að þeir þurfi jafnvel ekki að nýta þann tíma. Ef ekki tekst að fara í frjálsa samninga kemur auðvitað til álagning. Það er mjög skýrt samkvæmt frumvarpinu.