131. löggjafarþing — 101. fundur,  1. apr. 2005.

Umræða um málefni Ríkisútvarpsins.

[11:19]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseta er nokkur vandi á höndum. Hann telur sig hafa svarað fram komnum athugasemdum í hans garð hvað varðar fundarstjórn á þessum fundi eins vel og hann getur. Hann biður því hv. þingmenn að stilla máli sínu í hóf ef ekki er um ný efnisatriði að ræða hvað varðar stjórn fundarins.