132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Aðbúnaður hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

236. mál
[12:29]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er óþarft að orðlengja þetta frekar. Það er bara sjálfsagt mál og eðlilegt að verða við beiðni þingmannsins um að við gerum okkar besta til að komast til botns í því sem þingmaðurinn hefur hér bent á, þ.e. hvort og þá hvers vegna beri svo mikið í milli við mat á kostnaði. Við munum að sjálfsögðu verða hv. félagsmálanefnd innan handar um það og hafa um það frumkvæði.