132. löggjafarþing — 31. fundur,  28. nóv. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[17:06]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í ræðu minni fyrr í dag legg ég mikla áherslu á að Alþingi ljúki málinu fyrir jólaleyfi. Ég tel að málið sé ágætlega reifað. Að sjálfsögðu mun félagsmálanefnd fara yfir það. Ég veit að aðilar vinnumarkaðarins leggja sömuleiðis áherslu á það. Málið átti þátt í því, eins og margoft hefur komið fram, að hér tókst að viðhalda og framlengja kjarasamninga. Ég tel að ef þess er nokkur kostur, hæstv. forseti, þá hljótum við öll að keppa að því að ljúka málinu eins fljótt og við mögulega getum, helst af öllu fyrir jólaleyfi.