132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[13:38]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var algjörlega dæmigerð ræða fyrir hv. þingmann. Algjörlega dæmigerð ræða. Hann fór í allt aðra átt en umræðan var um. Allt í einu fór hv. þingmaður að tala um að þingmenn hefðu frjálst vald til að leggja fram tillögur. Að sjálfsögðu, hæstv. forseti. Málið snýst ekkert um það. Það sagði ég strax og ég mælti fyrir málinu fyrir nokkrum dögum. Að sjálfsögðu. Hv. þingmaður gerði lítið úr samráði stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins hér í pontunni áðan. Eins og hann hefur raunar oft gert áður. Ég kref hv. þingmann svara við spurningu minni um þetta. Er hann ósammála formanni sínum um að rétt sé að ástunda samræðustjórnmál nákvæmlega eins og við gerðum í þessu tilviki? Og svaraðu nú, hv. þingmaður.