132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Fréttir af jarðskjálftum.

[15:14]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Ég veit ekki um þennan atburð. Ef hér var um alvarlegan atburð að ræða þá trúi ég ekki öðru en ég hefði verið látinn vita. Almannavarnir ríkisins eru skipulagðar með þeim hætti að það er beint samband við nokkra ráðherra í ríkisstjórninni þar á meðal forsætisráðherra. Slíkur sími er bæði á skrifstofu minni og heimili mínu þannig að ef eitthvað alvarlegt gerist þá á ég að vita það strax. Ég verð þess vegna að ganga út frá því að hér hafi ekki verið um alvarlegan atburð að ræða. Ég treysti því að ef svo væri þá vissi ég af því á þessari stundu og útsendingar Ríkisútvarpsins hefðu verið rofnar. En ég hef ekki fengið neina vitneskju um þann atburð sem hv. þingmaður spurði um.