132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Ákvörðun Bandaríkjamanna í varnarmálum.

[15:09]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Það er ekkert pukur í þessu máli. Þegar við segjum að það hafi ekki komið okkur algerlega á óvart þá er það vegna þess að það hefur lengi legið fyrir að það væri vilji hjá Bandaríkjamönnum að þetta yrði niðurstaðan. Hins vegar hafa menn líka lengi vonast eftir því að svo yrði ekki og það er í því ljósi sem bæði ég og hæstv. utanríkisráðherra höfum sagt að niðurstaðan hafi ekki komið okkur algerlega á óvart. En það er alger óþarfi að setja þetta upp með þeim hætti sem hv. þingmaður reynir að gera hér, að um eitthvert pukur og einhvern feluleik hafi verið að ræða. Svo er alls ekki og engin ástæða til þess. Hér hefur verið komið fram með þetta mál algerlega eins og það gerðist og sagt frá öllu í því sambandi.