132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Grunnnet Símans.

[15:13]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Það liggur fyrir að við fengum mjög hátt verð fyrir Símann. Það liggur líka fyrir að ákveðnum fjármunum hefur verið varið til að efla þetta net. Það er allt kapp lagt á að þessi þjónusta sé sem best og öflugust.

Það liggur líka fyrir, hv. þingmaður, að við hefðum fengið allt annað verð fyrir Símann ef við hefðum selt hann með öðrum hætti. Það liggur líka fyrir að í sambandi við þá einkavæðingu sem hefur átt sér stað víðs vegar um Evrópu þá hefur það verið gert með sama hætti og var gert hérna þannig að við höfum farið nákvæmlega eins að og aðrir.

Það er ánægjulegt ef þessi fyrirtæki geta náð saman. Mér sýnist það ekki alveg liggja fyrir. Svo lengi sem það stenst samkeppnislög þá er það löglegt. Það er ekki mitt að svara því. Það er samkeppniseftirlitsins að svara því hvort það stenst lög (ISG: Hún gerði það á síðasta ári.) og þá væntanlega í sambandi við samninga milli þessara fyrirtækja. Ég get ekki sagt til um það. Við verðum að vita eitthvað um þessa samninga áður en við getum svarað því.