132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Atvinnuástandið á Bíldudal.

[15:21]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Það liggur fyrir að gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða í sambandi við fiskveiðistjórnarkerfið á undanförnum árum. (Gripið fram í.) Ég nefni aðgerðir í sambandi við veiðar smábáta, ég nefni sérstaka byggðakvóta. Ég sagði í svari mínu, og ég var að tala um atvinnumál á Bíldudal þegar ég talaði um þær fyrirætlanir sem þar eru uppi um kalkþörungaverksmiðju, að ég teldi eðlilegt að Byggðastofnun færi vel yfir það mál sem hv. þingmaður nefndi. Ég tel að þar hafi ég verið að tala um (Gripið fram í.) atvinnumál á Bíldudal. Það liggur alveg fyrir. En ég fer ekki að ræða hér um fiskveiðistjórnarkerfið í heild, enda vænti ég þess ekki að hv. þingmönnum Frjálslynda flokksins, þótt þeim detti ýmislegt skrýtið í hug, hafi dottið það í hug.