132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

aðgangur að opinberum gögnum um öryggismál.

803. mál
[21:24]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar. Þessi tillaga skýrir sig sjálf enda hefur farið fram um hana nokkur umræða á Alþingi. Rætt hefur verið um að gera tilteknar breytingar á tillögunni til að koma til móts við sjónarmið sem hafa komið fram á hv. Alþingi, sérstaklega frá stjórnarandstöðunni. Ég vænti þess að þau sjónarmið verði tekin til athugunar í nefndinni sem fær málið til umfjöllunar í því skyni að ná um málið samstöðu á Alþingi.

Ég tel ekki ástæðu til að fara um málið frekari orðum og vænti þess að sú samstaða geti skapast og legg til að málinu verði vísað til hv. allsherjarnefndar.