133. löggjafarþing — 16. fundur,  19. okt. 2006.

rannsókn kjörbréfs.

[10:35]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Forseti hyggst áður en hann hleypir fyrsta ræðumanni að um störf þingsins taka fyrir fyrsta dagskrármálið Rannsókn kjörbréfs ef enginn hreyfir andmælum.

Borist hefur svohljóðandi bréf frá Jóhanni Ársælssyni, 2. þm. Norðvest., dagsett 16. október sl.:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðvest., Eiríkur Jónsson lögmaður, taki sæti á Alþingi á meðan en Sigríður Ragnarsdóttir 1. varamaður á listanum getur ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni.“

Þá hefur borist svohljóðandi bréf frá Sigríði Ragnarsdóttur, 1. varaþingmanni Samfylkingarinnar í Norðvest., dags. 13. október sl.:

„Sökum anna get ég ekki tekið sæti á Alþingi sem varamaður Jóhanns Ársælssonar, 2. þm. Norðvest., að þessu sinni.“

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Eiríki Jónssyni sem er 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðvest. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund í hádeginu í gær til að fjalla um kjörbréfið.