133. löggjafarþing — 52. fundur,  16. jan. 2007.

Varamenn taka þingsæti.

[10:30]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur frá þingflokksformanni sjálfstæðismanna, Arnbjörgu Sveinsdóttur, svohljóðandi bréf um forföll þingmanns, dagsett í dag:

„Þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, getur ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur vegna veikinda óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Katrín Fjeldsted læknir, taki sæti hans á Alþingi á meðan.“

Katrín Fjeldsted hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til þingstarfa á ný.