133. löggjafarþing — 52. fundur,  16. jan. 2007.

ummæli útvarpsstjóra.

[10:37]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Næstur tekur til máls hv. 7. þm. Reykv. s., Mörður Árnason. — Hv. þingmaður er næstur á mælendaskrá, það eru fleiri hv. þingmenn á mælendaskrá. (MÁ: Ætlar hæstv. menntamálaráðherra að þegja?) Óskar hv. þingmaður eftir að taka til máls? (Gripið fram í: MÁ: Já, á eftir hæstv. menntamálaráðherra.) Hæstv. menntamálaráðherra er á mælendaskrá síðar. (MÁ: Já, ég býð henni sæti mitt hér.) Hv. þingmaður hefur ekki heimild til þess. Fellur þá hv. þingmaður frá orðinu?