133. löggjafarþing — 52. fundur,  16. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[15:45]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er mjög einkennilegt að hlusta á að hv. þm. Hlynur Hallsson dragi í efa ákveðnar setningar í frumvarpinu en aðrar ekki. Fyrst honum er svo umhugað um og heldur langa ræðu um ohf.-formið, sem við erum að breyta Ríkisútvarpinu í, af hverju leggur hann þá meiningu í að það standi en ekki t.d. 1. gr. frumvarpsins? Þetta þykir mér afskaplega einkennilegt. Ég ítreka að í 1. gr. stendur að sala félagsins eða hluta þess, sameining þess við önnur félög eða slit þess er óheimil og þetta stendur alveg jafnmikið og það stendur að Ríkisútvarpið verður ohf.