133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

ummæli forseta í hádegisfréttum.

[14:01]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Vegna fyrirspurnar hv. þingmanns vill forseti upplýsa að eina vitneskjan sem forseti hefur um málið er að gengið hefur verið frá svokallaðri forsetavakt alla vikuna til og með föstudegi. Eini fundur forsætisnefndar var á mánudaginn, en eins og þingmönnum er kunnugt er samkomulag um framvindu þingstarfa afgreitt á fundum forseta og þingflokksformanna. (GAK: … forsetavakt … á miðnætti alla daga.) Það er ekki tímasetning á forsetavakt önnur en að það er kvöldvakt.