133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:28]
Hlusta

Halldór Blöndal (S):

Frú forseti. Það er eðlilegt að tillaga eins og þessi komi fram um að vísa frumvarpinu frá. Það er eðlilegt að Vinstri grænir standi að slíkri tillögu og mér finnst þessi atkvæðagreiðsla kristalla þann mun sem er á þessum tveim flokkum, Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Það er tilviljun hvar Samfylkingin lendir, hvort það er hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir eða einhver annar sem tekur til máls. Ég segi nei við þessu.