133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[11:21]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Vegna þessara orða hv. þingmanns vill forseti láta þess getið að hann hugðist láta ræða báðar samgönguáætlanirnar saman en borist hafa mótmæli við því og mun forseti verða við þeim andmælum og láta ræða áætlanirnar hvora í sínu lagi. (ÖS: Þau hafa ekki komið fram hér í salnum.) Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samgönguáætlanir eru ræddar í tvennu lagi. Flutningsmaður, hæstv. samgönguráðherra, hefur óskað eftir því að haga umræðum þannig að fyrri umræða um langtímaáætlun í samgöngumálum fari fram á undan fyrri umræðu um skammtímaáætlun í samgöngumálum og hyggst forseti verða við því.

Forseti vill enn fremur taka fram að það er algjör tilviljun að skammtímaáætlun í samgöngumálum er með lægra þingskjalsnúmer en langtímaáætlunin. Það helgast af því hvenær þingskjal kemur til skráningar.