133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

varamaður tekur þingsæti.

[13:31]
Hlusta

Forseti (Jón Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, 6. þingmaður Suðvesturkjördæmis, er erlendis í opinberum erindagjörðum og getur ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Bryndís Haraldsdóttir, taki sæti hennar á Alþingi, en 1. varamaður flokksins í Suðvesturkjördæmi, Þórdís Sigurðardóttir, getur ekki tekið sæti að þessu sinni.“

Þá hefur forseta borist tilkynning frá 1. varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Þórdísi Sigurðardóttur, um forföll hennar.

Bryndís Haraldsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.