135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[17:23]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Það kom fram í umræðum um það mál sem hér er til umfjöllunar af minni hálfu og ýmissa fleiri hv. þingmanna að það væri ekki nægilegt að frumvarpið gengi einungis til allsherjarnefndar heldur væri nauðsynlegt að þær fagnefndir sem fjalla um einstaka málaflokka fengju það jafnframt til umsagnar. Við styðjum það að sjálfsögðu að frumvarpið gangi til hv. allsherjarnefndar í trausti þess að allsherjarnefndin muni senda það til umsagnar og meðferðar einstakra og viðeigandi fagnefnda hvað varðar þá málaflokka sem undir þær heyra.