136. löggjafarþing — 3. fundur,  3. okt. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[10:41]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Áður en umræðan hefst vill forseti geta þess að samkomulag er milli þingflokkanna um ræðutíma í umræðunni, samanber 2. mgr. 72. gr. þingskapa og verður hann eins og á síðasta þingi. Ræðutíminn er sem hér segir: Ráðherra hefur 35 mínútur í framsögu, síðan 15 mínútur og loks tíu mínútur. Talsmenn þingflokka hafa 20 mínútur í 1. umferð og síðan tvisvar sinnum tíu mínútur. Aðrir þingmenn hafa tíu mínútur tvívegis. Enn fremur er samkomulag um að andsvör verði leyfð frá upphafi umræðunnar, þó þannig að í 1. umferð verði aðeins talsmönnum þingflokkanna og fjármálaráðherra heimilt að veita andsvör.

Þá vill forseti einnig geta þess að samkomulag er á milli þingflokkanna um að fundur geti staðið lengur en kl. 8 í kvöld.