136. löggjafarþing — 12. fundur,  14. okt. 2008.

vatnalög.

23. mál
[14:09]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður neitaði því ekki að stjórnarflokkarnir eru algjörlega ósammála í þessu máli og það var það sem ég vakti athygli á. Það finnst mér vera stóra málið. Ég get alveg sætt mig við að málið frestist eitthvað. Lögin frá 1923 eru alveg nothæf en þau eru engu að síður frá 1923. Ef hv. þingmaður kemur hér upp aftur ætla ég að biðja hann að útskýra aðeins fyrir þingheimi hvernig hann sér þróunina í sambandi við vatnalögin nú á næstu mánuðum og árum þar til kosið verður næst til Alþingis.