136. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2008.

orð þingmanns um eftirlaunafrumvarp.

[14:12]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill ítreka að hv. þingmenn hafa býsna góð og mörg tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Við höfum á hverjum einasta degi í upphafi fundar möguleika á að koma með óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra og síðan að ræða störf þingsins annan hvern dag. Forseti hvetur hv. þingmenn til að nýta sér þá tíma og ganga ekki of nærri umburðarlyndi forseta hvað varðar umræður um fundarstjórn forseta.