136. löggjafarþing — 33. fundur,  21. nóv. 2008.

embætti sérstaks saksóknara.

141. mál
[15:28]
Horfa

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Ágæti, virðulegi forseti. Ég held að við hv. þingmaður séum sammála um, nú þegar búið er að greina þessar tvær setningar í ræðunni, að niðurstaðan er sú að við getum hvorugt svarað þessum spurningum. Við erum hvorugt bundin af bankaleyndinni. Það eru einhverjir menn sem eru undir bankaleynd sem þarna hljóta að koma við sögu miðað við þetta.

Eftir því sem ég hef lesið skilst mér að hv. viðskiptanefnd ætli að kalla Davíð Oddsson seðlabankastjóra á sinn fund og þetta er eitt af atriðunum sem mér finnst eðlilegt að þingmenn spyrji bankastjórann um þegar hann kemur til þingnefndar.