136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[19:00]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Það er lýðræðislegur réttur þingmanna í stjórnarandstöðu að bera fram vantrauststillögu á ríkisstjórn. Við núverandi aðstæður styður innan við helmingur þeirra sem lýsa yfir stuðningi við núverandi ríkisstjórnarflokka ríkisstjórnina. Ef þetta er ekki dómur um að ríkisstjórnin standi ekki undir verkum sínum þá veit ég ekki hvað er dómur um það. Ég segi já.