136. löggjafarþing — 36. fundur,  26. nóv. 2008.

jafnræði kynja í ríkisbönkum.

126. mál
[14:48]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. frummælanda fyrir að vekja máls á þessu mikilvæga máli. Það er rétt, sem hér hefur komið fram, að það eru aðrar aðstæður þegar um ríkisfyrirtæki er að ræða en í einkageiranum. Ég beitti mér fyrir því sem viðskiptaráðherra að reyna að styrkja stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja og náði mjög litlum árangri þó að ég sendi út mikið af bréfum og gerði, að því er mér fannst, allt hvað ég gat — ég beitti mér þó ekki fyrir lagasetningu eins og Norðmenn hafa t.d. gert.

Hér er um ríkisbanka að ræða en ég vil halda því til haga að þegar um hlutafélög er að ræða, þar sem ríkið eða opinberir aðilar eiga alla hluti, eru viðkomandi fyrirtæki opinber hlutafélög og þar eru settar skýrar reglur um (Forseti hringir.) jafnrétti milli kynjanna.