136. löggjafarþing — 36. fundur,  26. nóv. 2008.

tekjur af endurflutningi hugverka.

165. mál
[15:02]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Ekki er óeðlilegt að hv. þingmaður velti fyrir sér hvað dvelji starfið. En eins og hv. þingmaður veit hefur verið í ýmsu að snúast hjá starfsmönnum ráðuneytisins og ríkisskattstjóra á þessu tímabili og í því felast væntanlega skýringarnar á því að ekki hefur verið komist að niðurstöðu í starfshópnum.