136. löggjafarþing — 42. fundur,  4. des. 2008.

sparnaður hjá ríkinu og uppsagnir.

[10:45]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herrar forseti. Ég kann ekki neinar skýringar á þeirri aðferðafræði sem notuð var hjá Ríkisútvarpinu, ég hef ekki haft neina aðkomu að því máli.

Hins vegar varðandi það til hvaða ráða verður gripið í þeim aðhaldsaðgerðum sem þurfa að koma fram hjá ríkinu almennt mun það að sjálfsögðu fara eftir aðstæðum í hverju ráðuneyti og hverri stofnun hvað þar verður gert. Hvert umfangið er eða verður fer auðvitað líka eftir því hvaða ákvarðanir verða teknar við fjárlagaafgreiðsluna. Í þeim efnum hafa ekki verið lagðar neinar sérstakar línur fyrir ríkisstofnanir, þ.e. um hvernig þær ættu að fara að því að draga úr starfseminni í þá veru sem hv. þingmaður er að spyrja um. Það gæti verið að það væri skynsamlegt að gera það en það verður alla vega ekki hægt fyrr en fyrir liggur hversu mikils aðhalds við þurfum að gæta og hvernig það mun koma niður, t.d. í hinni hagrænu skiptingu og síðan eftir ráðuneytum og stofnunum og eftir eðli þeirrar starfsemi sem um er að ræða.