136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

tryggingagjald.

220. mál
[16:34]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Mig grunaði að það væri þannig farið að einhverjir hv. þingmenn vissu ekki hvað Icepro er. Icepro er hlutlaus vettvangur þar sem opinberum aðilum, einkafyrirtækjum og lausnaraðilum gefst tækifæri til að sitja við eitt borð, miðla af reynslu, setja stefnu, skilgreina ferli og sannreyna tækni. Icepro safnar þekkingu á þessu sviði innan lands og utan og miðlar henni til aðildarfyrirtækja í formi verkefnaþátttöku, ráðstefnuhalds og kynningar ýmiss konar. Þannig er Icepro vettvangur um rafræn viðskipti.

Á ensku nefnist hann The Iceland Committee on e-business and Trade Procedures, skammstafað Icepro. Er hlutverkið að tryggja einfalt og samræmt verklag í rafrænum viðskiptum þar sem alþjóðlegar verklagsreglur og staðlar á sviði rafrænna viðskipta eru lagðir til grundvallar. Nefndin vinnur að útbreiðslu þessara reglna á Íslandi.

Þessar upplýsingar eru fengnar af heimasíðu Icepros.