136. löggjafarþing — 60. fundur,  17. des. 2008.

virðisaukaskattur, vörugjald o.fl.

247. mál
[16:03]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður óskar eftir því að það verði heildstæðari stefna í þessum efnum. Eins og hv. þingmenn væntanlega vita var lögð fram skýrsla í sumar þar sem kynntar voru tillögur um heildstæða stefnu hvað varðar álögur og farartæki. Ég hafði hugsað mér að leggja slíkt frumvarp fram á haustþinginu en vegna þeirra aðstæðna sem upp hafa komið og þess hversu mikið hefur verið að gera síðustu dagana hefur ekki gengið eftir að koma þessu frumvarpi inn í þingið. Ég geri ráð fyrir að geta lagt það fram strax að loknu jólaleyfi og vænti þess að því verði vel tekið af hv. þingmönnum.