136. löggjafarþing — 62. fundur,  18. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[22:11]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þetta sé ekki alls kostar rétt sem hv. þingmaður sagði áðan um A-deildina. Ég gerði grein fyrir því í framsöguræðunni að þeir sem eiga aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og hefja töku lífeyris fyrir 65 ára aldur sæta sambærilegri skerðingu og gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, samanber 15. gr. laga nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þessi sambærilega skerðing sem ég nefndi er einnig í gildandi lögum, lögum 141/2003, þannig að hún er ekki ný.