136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

lengd þingfundar.

[10:42]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna orða hv. þingmanna er rétt að forseti geti þess að hann hefur fullan skilning á því að við þurfum að gæta hófs í því að vera langt inn í nóttina á fundum og við höfum gert það. Það hefur orðið alger breyting á störfum þingsins hvað það varðar og það þekkja þeir sem hafa verið nokkuð lengi í þinginu, sumir jafnvel 30 ár, að það hefur orðið mikil breyting á því. Forseti mun að sjálfsögðu líta til þess. Það liggur þá fyrir að ekki er gerð athugasemd við það þótt vikið sé frá hinum venjulega tíma, þ.e. að verið sé fram yfir kl. 8, en væntanlega er nauðsynlegt að gera ráð fyrir lengri tíma en það.