136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu.

[11:01]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Þetta var ágæt sýnikennsla og til vitnis um þá umræðu sem fram hefur farið í nefndinni. Þ.e. sú hugmynd að jafna kjörin innbyrðis milli sjúklinga. Ég hef viljað horfa til samfélagsins alls. Til þeirra sem hafa enga sjúkdóma og eru aflögufærir og geta greitt inn í kerfið. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði höfum verið talsmenn þess að greitt sé fyrir heilbrigðiskerfið í gegnum sameiginlega sjóði okkar sem skattgreiðenda. Það er okkar hugsun.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á öðru máli og vill bíða með að rukka fólk þangað til eftir að það veikist. Þá er fólk hins vegar ekki jafnaflögufært eins og þegar það hefur fulla heilsu og stundar atvinnu. Í þessum orðum hv. þingmanns birtist kjarnlægt munurinn á þeirri (Forseti hringir.) frjálshyggjustefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað innleiða í heilbrigðiskerfinu (Forseti hringir.) og þeim sjónarmiðum sem ég tala fyrir og byggja á samfélagslegum forsendum. (Forseti hringir.)