136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur.

365. mál
[15:33]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu. Það sem ég ætla að segja núna er að ég veit að jöklabréfin eru stórkostleg vandamál en það er miklu meira en það, hæstv. forseti, það eru skuldir fólksins í landinu sem hafa hækkað um tugi prósenta núna á örfáum mánuðum. Þess vegna þarf að lækka þær um 20% eins og við framsóknarmenn leggjum til í efnahagstillögum okkar. Þær tillögur eru vel útfærðar og raunsæjar. Ég veit að hv. þingmaður getur ekki komið aftur upp til að bregðast við því sem ég ætla að segja núna en ég ætla samt að segja það, ég vona að hann sé búinn að átta sig á þessum tillögum en það hafa ekki allir gert sem hafa tjáð sig um þær.