136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[21:14]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar frá formanni iðnaðarnefndar, hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur, og ég tel að við megum þá vænta þess að hér komi einhver mál í þá veru sem um var rætt, að það verði tekið á þessu jafnframt því sem lýtur að öðrum atvinnugreinum, í þessu tilliti garðyrkjunni.

Ég álít þá að sú skoðun sem kom fram hjá þingmanninum sé að nefndin muni skoða þetta frekar, kalla til aðila og fara yfir málið með tilliti til þess að þetta mætti lagfæra samkvæmt þeim samningum sem ríkið hefur nú þegar gert við atvinnugreinina.