136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnarskrárn. s. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hlustaði kannski ekki alveg nógu vel á hv. þingmann en ef hann er að spyrja um það sama og hann gerði áðan hvað varðar þetta frumvarp. (PHB: Hvort er rétthærra Alþingi eða stjórnlagaþingið?) Stjórnlagaþingið breytir ekki stjórnarskránni eitt og sér. (Gripið fram í: Nú?) Það gerir tillögur. (Gripið fram í: Hver samþykkir breytingar?) Það verður ekki að nýrri stjórnarskrá fyrr en þjóðin (Gripið fram í.) hefur staðfest (Gripið fram í.) niðurstöðu stjórnlagaþings með minnst 25 af hundraði kosningarbærra manna. Stjórnlagaþingið sem slíkt hefur ekki síðasta orðið í sambandi við breytingar á stjórnarskránni.