136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

orð þingmanns í utandagskrárumræðu – umræða um dagskrármál – fundur í umhverfisnefnd.

[14:20]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Ég tek undir orð 1. þm. Suðurkjördæmis, Árna M. Mathiesens, varðandi þau störf sem ekki hafa verið innt af hendi í hv. umhverfisnefnd. Ég hef setið í nefndinni frá vori 2007 og verið þar varaformaður. Það hefur aldrei komið fyrir á þeim tíma fram að stjórnarskiptunum að fundarfall hafi orðið vegna veikinda eða ekki staðið við það að fundir yrðu haldnir í þeirri nefnd þótt formaður hafi ekki verið viðstaddur.

Ég hef sjálfur beðið um það fyrir nokkru að opinn fundur yrði haldinn í umhverfisnefnd, komið því til skila til ritara nefndarinnar. Við erum ekki virtir viðlits, það er ekki svarað. Það er bara frestað og frestað, boðað til nýs fundar aftur og aftur. Nú bið ég um það, herra forseti, að forsætisnefnd verði kölluð saman og fari yfir þetta mál. Það er nefnilega forsætisnefndarinnar að sjá til þess að þingstörf gangi (Forseti hringir.) sem eðlilegast fram. Það er ekki (Forseti hringir.) forseta og formanna þingflokka, heldur er það (Forseti hringir.) forsætisnefnd sem á að koma saman (Forseti hringir.) og fara yfir mál (Forseti hringir.) þegar augljóslega er gengið fram hjá öllum reglum (Forseti hringir.) og lögum sem hér gilda.