136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd -- frumvarp um stjórnarskipunarlög -- röð mála á dagskrá.

[10:39]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að ræða það við formann nefndarinnar að halda fund. Eftir því sem mér skilst hugsar formaðurinn sér að halda fund á mánudaginn eins og ég sagði reyndar frá í gær að hann hefði boðað á miðvikudaginn. En í framhaldi af því að hann boðaði það bað meiri hluti nefndarinnar um fund þannig það að halda fund á mánudaginn er ekki svar við beiðni meiri hluta nefndarinnar um að boða fund í nefndinni. Ef fundur verður ekki boðaður í dag er það klárt brot á þingsköpum. Ef meiri hluti nefndar biður um fund í nefnd á hann skilyrðislaust að fá fund án tafar. Raunverulega má segja að þar sem beðið var um fundinn á miðvikudaginn sé búið að brjóta þingsköp í að minnsta kosti tvo daga á meiri hluta nefndarinnar.

Ég hef hingað til gætt mín á því að nefna ekki um hvaða mál er að ræða og ég ætla ekki að gera það núna. Þetta á ekki að snúast um efnisatriði eða einstök mál heldur snýst þetta um þingsköpin og um það að meiri (Forseti hringir.) hluti þingmanna í nefnd fái þann rétt sem þingsköpin heimila honum.