136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:14]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Kristrúnu Heimisdóttur þar sem hún vekur athygli hæstv. forseta á þeim merku tíðindum sem berast frá Bretlandi um þá skýrslu sem nú liggur fyrir á vettvangi bresku fjárlaganefndarinnar.

Í því samhengi vil ég minna á og vekja athygli á því að á vettvangi Alþingis Íslendinga er starfandi rannsóknarnefnd sem var valin til þess að fara ofan í allt þetta mál. Ég vil auk þess vekja athygli á því að á vettvangi Alþingis Íslendinga er starfandi vinnuhópur sem hefur það hlutverk að huga að breytingum á verklagi við eftirlit Alþingis. Alþingi hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna, bæði Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis, og á vettvangi nefnda þingsins. Ég tel afar (Forseti hringir.) mikilvægt að Alþingi standi fast við bakið á rannsóknarnefnd Alþingis og einnig vinnuhópnum sem er að (Forseti hringir.) skoða eftirlitsmálin.