136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:14]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. síðasta ræðumanni. Þannig háttar til að hér í morgun komu þingmenn bæði úr stjórnarliðinu og stjórnarandstöðunni og lögðu fram tillögur um að dagskránni verði breytt. Það hefur verið óskað eftir því að þrjú mál yrðu tekin á dagskrá og þau rædd á undan þeim málum sem fyrr eru á dagskránni.

Ég tel að oft hafi verið minna tilefni til þess að fresta fundi og halda fund með þingflokksformönnum til að fara yfir það hvað sé dagskrá sem þinginu sé þóknanlegt að ræða.