136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:34]
Horfa

Björn Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Mörður Árnason kom í ræðustól og sagði að þinghald stefndi í óefni vegna þess að hér væri flutt dagskrártillaga. Við sjálfstæðismenn erum algjörlega sammála því sjónarmiði, að þinghald sé komið í óefni vegna þess hvernig staðið er að fundarstjórn. Við höfum í marga sólarhringa hvatt til þess að hæstv. forseti haldi þannig á málum að hann nái sátt um dagskrá þingsins. Það hefur ekki verið gert og þess vegna flytjum við þessar tillögur.

Eina leiðin fyrir hæstv. forseta til að koma á viðunandi starfsháttum á þinginu er að semja um dagskrá þingsins og komast að niðurstöðu í samkomulagi við okkur um hvernig dagskránni verður háttað. (Gripið fram í: … Hvaða hótanir eru þetta?)