136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

úrskurður forseta um dagskrártillögu.

[13:51]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Hér hefur verið nokkuð um það rætt hvernig forseta ber að taka á þeirri tillögu sem hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson hefur lagt fyrir. Það hefur líka komið fram í umræðunni að forsætisnefnd ætti að fara yfir málin og reyna að ná sáttum.

Hér á hv. Alþingi hefur oft verið um það rætt hversu miklu framkvæmdarvaldið ráði varðandi störf þingsins og mér er spurn, herra forseti: Eru það „ordrur“ úr Stjórnarráðinu að svona skuli haldið á málum í þinginu í dag eða hvaðan eru þær í raun teknar? Það er engin samstaða eða samvinna innan þingsins um hvernig þingið starfar. Eru þessar „ordrur“ komnar beint úr Stjórnarráðinu? Mig er farið að gruna að þaðan sé þessum málum stjórnað og þannig beri framkvæmdarvaldið og ríkisstjórnin höfuðábyrgð á því hvernig störfin þróast á Alþingi.