137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[14:16]
Horfa

Flm. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Verða þetta harðir samningar, hæstv. utanríkisráðherra? Verða þetta harðar samningaviðræður ef Samfylkingin fer út í þessar viðræður ein með ekki meira bakland en sína eigin flokksmenn sem hafa á undanförnum mánuðum og árum talað þannig að Evrópusambandið væri hin eina lausn, lausn allra vandamála? Væri ekki miklu betra fyrir hæstv. utanríkisráðherra að hafa helst allt þingið á bak við sig ef út í aðildarviðræður við Evrópusambandið væri farið eða a.m.k. einhverja úr öllum flokkum? Væri ekki miklu betra fyrir hæstv. utanríkisráðherra að gefa sér tíma í nokkrar vikur til þess að reifa málið og sjá hvort ekki sé hægt að ná breiðari samstöðu en eingöngu í hans eigin flokki?