137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:41]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nefnilega þannig að fólk finnur sínar leiðir til þess að ná réttinum fram. Þó að hér sé brotinn réttur á stjórnarskránni finnur fólk auðvitað sínar leiðir til þess.

Þessi einstaklingur sem hefur lagt fram kæru, og ef hv. þm. Pétur Blöndal vill leggja fram kæru, þá ræður hann sér einfaldlega lögmann og leggur fram kæru og sendir þá kæru í utanríkisráðuneytið á nafni hæstv. utanríkisráðherra og svo fer þá ákveðið kæruferli í gang. Ríkislögmaður kemur til með að verja hann þar sem þetta er embættismaður á vegum ríkisins. Lögmaður hv. þm. Péturs Blöndals sækir málið fyrir hans hönd og svo fer málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Það skyldi þó ekki vera að dómstólar þurfi að dæma þessa ríkisstjórn frá völdum? Þetta er alveg hreint með ólíkindum.