138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[15:24]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg laukrétt sem kemur fram í máli hv. þm. að alltaf verður að skoða vel hvernig á að ná fram sparnaði og það má ekki koma þannig út að verið sé að spara á einum stað og eyða á öðrum með ferðakostnaði og öðru. En mergur málsins er kannski sá að hér er um að ræða eina tækifæri dómstólanna til þess að hagræða. Þau eru ekkert svo óskaplega mörg. Þannig að á grundvelli þess er þetta sett fram, auk þess sem dómstólaráð hefur fært ákveðin fagleg rök fyrir því að þetta sé sú leið sem eigi að fara.